Fréttir / News

Grein Sigrúnar Ingibjargar um höfundalög og takmarkanir þeirra

  |   Fréttir af stofunni

Sigrún Ingibjörg, lögmaður og eigandi á Rétti, flutti erindi á málþingi Hagþenkis og Rithöfundasambands Íslands þann 5. október sl. sem haldið var fyrir fullum sal í Þjóðminjasafni Íslands. Bar erindið titillinn Þegar höfundalögum sleppir og fjallaði Sigrún um réttarsviðið höfundarrétt með almennum hætti, skýrði í grófum dráttum helstu meginreglur sem ákvarða hvaða verk njóta verndar og dró upp helstu álitaefni varðandi sæmdarrétt höfunda og takmörk hans. Hvað hið síðastnefnda varðar velti Sigrún Ingibjörg upp spurningunni um hvers vegna jafn fá álitamál um höfundavernd og sæmdarrétt rata til dómstóla og nefndi m.a. kostnað við rekstur dómsmála í því samhengi.

Samantekt úr erindi Sigrúnar Ingibjargar var birt nýlega á heimasíðu Hagþenkis og hvetur Réttur áhugafólk um höfundavernd til lesturs greinarinnar sem má finna í hlekknum hér.