Fréttir / News

Hornsteinar í stefnu Réttar um ábyrgð gagnvart samfélaginu

  |   Fréttir af stofunni
Þjónusta við viðskiptavini okkar

Réttur veitir sérfræðiþjónustu á öllum helstum sviðum lögfræðinnar. Lögð er áhersla á vandaða þjónustu við viðskiptavini og símenntun lögmanna stofunnar í því skyni að byggja sífellt nýja þekkingu ofan á þá reynslu sem þegar er til staðar hjá Rétti.

Mannréttinda- og góðgerðarmál

Í störfum stofunnar hefur Réttur markað sér skýra stefnu sem leiðandi lögmannsstofa á sviði mannréttinda. Starfsmenn stofunnar hafa víðtæka þekkingu á mannréttindum og á hverju ári er fjöldi mála rekinn pro bono að hluta eða öllu leyti. Réttur leitar sífellt nýrra tækifæra til að efla mannréttindi og taka virkan þátt í framþróun þeirra, meðal annars með kennslu mannréttinda á háskólastigi og annarri fræðslu.

Samfélagsleg ábyrgð

Réttur er umhverfisvænt fyrirtæki og leitast við að sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu í innkaupum á þjónustu og vörum. Réttur er aðili að UN Global Compact, sem eru stærstu samtök heims sem stuðla að ábyrgum viðskiptum. Samtökin hvetja fyrirtæki til samstarfs með því að skrifa undir og styðja 10 viðmið sem Sameinuðu þjóðirnar hafa hafa sett upp og tengjast sjálfbærri þróun. Viðmiðin snúa að mannréttindum, vinnumarkaði, umhverfi og aðgerðum gegn spillingu. Sjá meira.

Samgöngumál

Réttur vill vera til fyrirmyndar í samgöngumálum og stuðla að aukinni notkun vistvænna ferðamáta á meðal starfsmanna. Til að ná þessu markmiði hefur Réttur sett samgöngustefnu sem miðar að því að gera starfsmönnum stofunnar kleift að fullnægja ferðaþörf sinni á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.

Starfsfólkið okkar

Réttur leitast við að tryggja jafnrétti í störfum og stefnumótun stofunnar. Í því felst m.a. að stofan líður ekki kynbundinn launamun og vill vera öðrum fyrirmynd í jafnréttismálum. Réttur er aðili að Jafnréttissáttmála Sameinuðu þjóðanna (UN Women‘s Empowerment Principles), sem er alþjóðleg yfirlýsing og samkomulag um kynjajafnrétti. Sjá meira.