Fréttir / News

Katrín Oddsdóttir, lögmaður á Rétti, gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda vegna hvalveiða

  |   Fréttir af stofunni

Katrín Oddsdóttir, lögmaður og ráðgjafi á Rétti, sat fyrir svörum í kvöldfréttum í gær, f.h. Náttúruverndarsamtaka Íslands, vegna kolsvartrar skýrslu MAST um hvalveiðar á Íslandi. Katrín var ómyrk í máli um veikan grundvöll gildandi starfsleyfis sem heimilar hvalveiðar í ljósi sláandi samantektar um meðferð dýranna við veiðarnar. Hvatti hún matvælaráðherra til að bregðast við án tafar og afturkalla leyfið í ljósi niðurstaðna skýrslunnar.

Samtökin meta nú hvort grundvöllur sé fyrir málssókn gegn íslenska ríkinu vegna aðgerðarleysis í eftirliti með hvalveiðum. Í því samhengi hafa samtökin meðal annars til skoðunar loftslagsskuldbindingar íslenska ríkisins og skuldbindingar sem má leiða af lögum um dýravelferð, auk rétti einstaklinga til heilnæms umhverfis.

Umfjöllun Vísis má sjá bæði hér og hér.