Fréttir / News

Lögfræðilegri ráðgjöf vegna kaupa á LS Retail lokið

  |   Fréttir af stofunni

Nýverið var um það fjallað að kaupum á Aptos, í eigu Goldman Sachs, á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail ehf. væri lokið. Lögmenn Réttar voru lögfræðilegir ráðgjafar LS Retail ehf. í söluferlinu, ásamt alþjóðlegu lögmannsstofunni White & Case LLP, Barclays Investment Bank og KPMG.

Meðal verkefna lögmanna Réttar í ferlinu var ýmis konar lögfræðileg ráðgjöf á sviði félaga- og fjármunaréttar vegna sölu á öllu hlutafé í LS Retail ehf., s.s. framkvæmd lögfræðilegrar áreiðanleikakönnunar á félaginu og annarrar skjalagerðar í tengslum við söluna í samstarfi við alþjóðlegu lögmannsstofuna White & Case LLP. Í því samhengi má nefna að LS Retail þjónustar um 80.000 viðskiptaaðila í yfir 140 löndum.

Þeir lögmenn stofunnar sem komu helst að söluferlinu voru Sigurður Örn HilmarssonKári Hólmar Ragnarsson og Stefán Örn Stefánsson en þeir eru allir reyndir á sviði félaga- og fjármunaréttar.