Fréttir / News

Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti – 1. gr. siðareglna lögmanna

  |   Fréttir af stofunni

Réttur hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir fagmennsku og gæði í lögmannsstörfum. Nýlega var stofan metin fremst í flokki íslenskra lögmannstofa á sviði málflutnings og ágreiningsmála af alþjóðlega matsfyrirtækinu „The Legal 500“ sem gerir óháðar úttektir á bestu lögmannsstofum um heim allan. Í umsögn Legal500 segir m.a.:

„Headed by the ‘very experienced’ Ragnar Aðalsteinsson, Réttur – Adalsteinsson & Partners’ three-partner team has successfully broadened its practice beyond human rights cases, handling corporate and finance disputes including numerous  matters related to the banking crisis. Sigríður Rut Júlíusdóttir, who has ‘a really good overview of Icelandic court precedents and ongoing court proceedings’, has successfully represented defendants in rescission litigation related to the collapsed banks, and also has a good reputation for freedom of speech cases. Kári Hólmar Ragnarsson is ‘very commercial in an international context’ and provides ‘clear, client-focused advice’. The ‘flexible and skilled’ Ragnar Aðalsteinsson is ‘quick to wrap his head around complex ideas’, and recently acted for DekaBank Deutsche Girozentrale in a high-profile damages case against the Icelandic government over the collapse of Glitnir Bank.“ – Sjá meira.

  Þá hefur Réttur jafnframt fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir störf stofunnar, m.a. á eftirfarandi sviðum:

  • Fjármögnun og fjármálaréttur
  • Hugverka- og upplýsingatækni
  • Fjárhagsleg endurskipulagning og gjaldþrotaréttur

Auk lögbundinna skyldna lögmanna á Rétti starfa allir starfsmenn stofunnar eftir stefnu sem stofan hefur markað sér í því skyni að hafa jákvæð og uppbyggileg áhrif á samfélagið, bæði heima og að heiman. Réttur hefur einsett sér að vera leiðandi meðal lögmannsstofa við að innleiða samfélagslega ábyrgð í öllum störfum stofunnar, bæði að því er varðar innviði stofunnar og samskipti stofunnar við viðskiptavini og aðra samstarfsaðila.