Fréttir / News

Lögmenn Réttar í Úlfljóti

  |   Fréttir af stofunni

Í nýútkomnu 3. tbl. 76. árg. 2023 Úlfljóts er að finna tvær greinar skrifaðar af lögmönnum Réttar.

Alexander Hafþórsson, lögmaður á Rétti, ritaði grein í tölublaðið með Sigríði Rut Júlíusdóttur, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, um sérgreiningarreglu höfundaréttar. Lítið hefur verið fjallað um regluna hér á landi á fræðilegum vettvangi og í dómaframkvæmd, og því um tímamótaumfjöllun að ræða.

Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður og eigandi á Rétti, á einnig birta grein í Úlfljóti um réttinn til að mótmæla og takmarkanir á honum, n.t.t. samspil réttarins til að mótmæla og skyldunnar til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Í greininni eru ályktanir dregnar af dómaframkvæmd um þessi atriði og beitingu 19. gr. lögreglulaga sérstaklega.

Réttur hvetur öll áhugasöm til þess að kynna sér málefnin betur í Úlfljóti.