Fréttir / News

Oddur Ástráðsson, eigandi á Rétti, um réttinn til friðsamlegra mótmæla

  |   Fréttir af stofunni

Í Heimildinni birtist nýlega grein eftir Odd Ástráðsson, lögmann og eiganda á Rétti, um valdbeitingu lögreglu og lýðræðislegan rétt almennings til að mótmæla friðsamlega.

Í greininni fjallar Oddur um að rétturinn til að koma saman með friðsömum hætti er varinn af þriðju málsgrein 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Oddur gerir greinarmun á því þegar mótmæli valdi óþægindum og truflunum og því þegar mótmæli teljast ófriðsamleg, enda takmarkast rétturinn til að mótmæla með friðsömum hætti við að mótmælin séu friðsamleg.

Oddur fjallar einnig um mikilvægi meðalhófs við valdbeitingu lögreglu gegn ófriðsamlegum mótmælum og að sú regla sé talin svo mikilvæg að hún er ítrekuð á nokkrum stöðum, bæði í lögreglulögum og lögum um meðferð sakamála.

Oddur setur umfjöllunina í samhengi við nýlega atburði fyrir utan ríkisstjórnarfund í Reykjavík þar sem aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda vegna stríðsglæpa Ísraelshers á Gaza var mótmælt. Dregur Oddur í efa að mótmælin hafi getað talist ófriðsamleg, þó þau hafi valdið truflunum, og veltir því upp að gengið hafi verið lengra en “óhjákvæmilegt” var af hálfu lögreglu.

Greinina má nálgast í heild sinni á vef Heimildarinnar.