Fréttir / News

Siðmennt veitir tveimur lögmönnum á Rétti viðurkenningu

  |   Fréttir af stofunni

Tveir lögmenn Réttar fengu viðurkenningu frá Siðmennt þann 23. október 2014 fyrir störf í þágu mannréttinda og mannúðar á Íslandi. Þær Sigríður Rut Júlíusdóttir og Katrín Oddsdóttir voru að vonum bæði stoltar og þakklátar fyrir viðurkenninguna sem nánar er fjallað um á heimasíðu Siðmenntar. Helga Vala Helgadóttir lögmaður hjá Völvu lögmannsstofu hlaut jafnframt viðurkenningu fyrir sín störf við sama tilefni. Þess ber að geta að Ragnar Aðalsteinsson, stofnandi og einn eigenda, Réttar hlaut sams konar viðurkenningu frá Siðmennt árið 2006 fyrir störf sín.