Fréttir / News

Ljósmyndari: Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir
Mynd: Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir

Sigur rithöfundar í meiðyrðamáli

  |   Fréttir af stofunni

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri Auði Jónsdóttur, rithöfund, í meiðyrðamáli sem eigandi hestaleigu í Mosfellsdal höfðaði gegn henni. Ragnar Aðalsteinsson og Sigríður Rut Júlísdóttir, eigendur á Rétti, unnu saman að málinu fyrir Auði og nutu aðstoðar Jórunnar Pálu Jónasdóttur lögfræðings.

Ýmsar fréttir hafa birst um málið enda er dómurinn áhugaverður með tilliti til þjóðfélagsumræðu um náttúru landsins. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að ætlunin með skrifunum „hafi verið að vekja athygli á þeim verðmætum sem í náttúru landsins felast og því tjóni sem af því geti hlotist til lengri tíma ef fjárhagslegir stundarhagsmunir ganga framar því að halda uppi vörnum fyrir náttúru landsins“. Fallist var á að skrif Auðar hefðu verið „innlegg í mikilvæga þjóðfélagsumræðu.“

Í nóvember var fjallað um annan sigur í meiðyrðamáli á heimasíðu Réttar, sjá hér.

Umfjöllun fjölmiðla um mál Auðar má finna hér:
Kjarninn
RÚV
Vísir

Uppfært: Þann 12. október 2018 staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms.