Fréttir / News

Sigurður Örn í Morgunútvarpi Rásar 2 að fjalla um hryðjuverkamálið

  |   Fréttir af stofunni

Sigurður Örn Hilmarsson, eigandi á Rétti og formaður Lögmannafélagsins, mætti í Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun að ræða um hryðjuverkamálið svokallaða. Málið hefur verið mikið í umræðu síðustu daga, enda lauk aðalmeðferð þess fyrir héraðsdómi í gær.

Sigurður Örn ræddi meðal annars um að um sérstakt mál sé að ræða í íslenskri réttarsögu og að þýðing málsins kann að vera mikil. Þá var rætt um þá erfiðu sönnunarstöðu sem er uppi í málinu, þ.e. að sanna að um undirbúning tiltekins hryðjuverks hafi verið að ræða og að ásetningur hafi verið til að fremja brotið.

Þá var einnig rætt um gögn málsins, skýrslu Europol um hryðjuverkaógn og það sem þar kemur fram um þetta tiltekna mál og mismunandi þætti málsins, svo sem vopnalagabrot og orðræðu sakborninganna.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér.