Fréttir / News

Sigurður Örn í viðtali hjá RÚV vegna frumvarps um forvirkar rannsóknarheimildir

  |   Fréttir af stofunni

Sigurður Örn, eigandi Réttar og formaður Lögmannafélags Íslands, var í viðtali við RÚV vegna athugasemda félagsins við frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögreglulögum sem veita auknar heimildir til eftirlits. Nýjar heimildir veita lögreglu heimild til að fylgjast með fólki án þess að það liggi undir grun um refsiverða háttsemi, án aðkomu dómstóla. Lögmannafélag Íslands gerir umtalsverðar athugasemdir við efni frumvarpsins, þá sérstaklega hvers vegna ákvörðunarvald eftirlitsins liggi eingöngu hjá lögreglunni. Sigurður Örn vísar í að það væri aukið réttaröryggi í því að dómstólar hefðu aðkomu að slíku eftirliti, fyrir tilstilli dómsúrskurða.

Viðtalið við Sigurð er aðgengilegt á síðu RÚV.