Fréttir / News

Skýrsla um jafnrétti innflytjenda kynnt

  |   Fréttir af stofunni

Skýrsla Réttar um jafnrétti innflytjenda á íslenskum atvinnumarkaði, einkum hjá hinu opinbera var kynnt á hádegisfundi í Hannesarholti í síðustu viku. Mæting var góð og mættu m.a. fulltrúar ráðuneyta, sveitarfélaga, opinberra stofnana, matsaðila á menntun og forsetafrú, Eliza Reid.

Stundin fjallaði nýverið um skýrsluna og þá birti Fréttablaðið  umfjöllun í dag með viðtali við skýrsluhöfundana Claudie Ashonie Wilson og Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur. Þar segir Claudie m.a.:

„Það end­ur­spegl­ast í stefn­u­mót­un stjórn­vald­a að þett­a er fyrst og fremst á­lit­ið vel­ferð­ar­mál. Það er á­hug­a­vert því hætt­an er á, þeg­ar nálg­un­in er sú hvað varð­ar að­lög­un inn­flytj­end­a á at­vinn­u­mark­að­i, að þett­a verð­i þá ekki for­gangs­mál sem get­ur leitt til þess að það er minn­i vald­efl­ing fyr­ir inn­flytj­end­ur með virkr­i at­vinn­u­þátt­tök­u og í stað þess að líta á þau sem ein­stak­ling­a sem eru þjón­ust­u­veit­end­ur þá eru þau þjón­ust­u­þeg­ar.“

Og Auður segir m.a.:

„Þeg­ar lit­ið er til þess af hverj­u við stönd­um okk­ur vel í einn­i teg­und jafn­rétt­is en illa í ann­arr­i má þó rifj­a það upp að 13,4 prós­ent þjóð­ar­inn­ar eru inn­flytj­end­ur nú og enn hærr­a hlut­fall af er­lend­um upp­run­a, þá var það samt þann­ig að fyr­ir 25 árum, í kring­um 1994, voru að­eins 1,7 prós­ent inn­flytj­end­ur. Hlut­fall­ið hef­ur því marg­fald­ast og mjög stutt­u eft­ir þett­a tím­a­mark þá byrj­ar inn­leið­ing á lög­gjöf sem varð­ar jafn­rétt­i kynj­ann­a. Þá erum með stofn­an­ir eins og Jafn­rétt­is­stof­u, sem þrátt fyr­ir heit­ið, [hafði] að­eins einn mál­a­flokk jafn­rétt­is á sinn­i könn­u.“