Umfjöllun um lögmenn Réttar hjá Chambers
Í nýjustu útgáfu árlega fagtímarits matfyrirtækisins Chambers and Partners má finna umfjöllun um Rétt – Aðalsteinsson & Partners og tvo af lögmönnum stofunnar. Fagtímaritið hefur mælt með Rétti um árabil og er í nýjustu umsögninni sérstaklega vísað til þess að stofan hafi gott orðspor á sviði málflutnings og úrlausnar ágreiningsmála, m.a. hvað varði kröfurétt og refsirétt:
Well-regarded dispute resolution team handling a diverse caseload, from commercial litigation to employment disputes. The firm has been particularly active on litigious matters arising from the banking collapse. Additionally acts on criminal cases, notably representing private individuals.
Í útgáfunni er fjallað um Ragnar Aðalsteinsson og segir þar að hann sé þrautreyndur og mikilsvirtur vegna langvarandi athafnasemi sinnar í flóknum deilumálum. Þá er sérstaklega bent á að Ragnar sinni bæði lögfræðilegri ráðgjöf við félög og einstaklinga varðandi ágreining á sviði mannréttinda.
Þá er tekið fram að annar af eigendum stofunnar, Sigurður Örn Hilmarsson, hækki á listum matsfyrirtækisins í ár vegna orðspors hans í úrlausn lögfræðilegra deilumála. Tekið er fram að Sigurður starfi m.a. á sviðum viðskipta- og gjaldþrotaskiptaréttar.
Hvað önnur fagtímarit varðar má nefna að í nýjustu útgáfu IFLR 1000, helsta matsfyrirtækisins á sviði lögfræðilegs fjármuna- og félagaréttar, heldur Réttur sæti sínu sem ein af 11 merkustu lögmannsstofunum landsins.
Þá er fjallað ítarlega um Rétt í nýjustu útgáfu hins virta matsfyrirtæki Legal 500 en þar segir að stofan sé í hæsta gæðaflokki á sviði málflutnings og úrlausnar ágreiningsmála, líkt og áður. Þessu tengt fjallar matsfyrirtækið sérstaklega um vinnu Ragnars Aðalsteinssonar í sýknu- og bótamálum Guðjóns Skarphéðinssonar og sérþekkingu lögmanna stofunnar á sviðum borgaralegra réttinda, jafnréttislaga, tjáningarfrelsis, félagaréttar, skiptaréttar, vörumerkjaréttar, hugverkaréttar og stjórnskipunarréttar.
Umsagnir stofunnar frá alþjóðlegum aðilum í því samhengi voru m.a.:
‘outstanding quality of work and fast responses‘ og ‘We have worked with various members of the team over the past eight years and the service we have received has been consistently strong.’
Þá hlaut stofan góða einkunn á sviðum tækni, fjölmiðla og fjarskipta og hugverkaréttar vegna vinnu fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Borgarleikhúsið, Rithöfundasamband Íslands, Stundina, Icelandic Water Holdings, Monerium og Félag íslenskra leikara og sviðslistarfólks. Tveir af eigendum stofunnar, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir og Sigríður Rut Júlíusdóttir eru sérstaklega nefndar í því samhengi.
Loks hlaut stofan meðmæli á sviði félagaréttar og fyrirtækjalögfræði vegna vinnu fyrir félög á borð við Anchorage Capital, Indo Services, Icelandic Water Holdings, Flux ehf., Bayerische Landesbank, DZ Bank, Commerzbank, Snaps ehf/Jubileum ehf., Félagsbúið Miðhraun, Vinakot og Monerium ehf.