Fréttir / News

Viðtal við Sigurð Örn í Morgunútvarpinu um neyðarvörn

  |   Fréttir af stofunni

Sigurður Örn Hilmarsson, einn af eigendum Réttar og formaður Lögmannafélagsins, ræddi um neyðarvörn og neyðarrétt við Ingvar Björnsson og Snærósu Sindradóttur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Viðtalið má finna hér.

Tilefni viðtalsins voru fréttir gærdagsins um það að Héraðssaksóknari hafi ákveðið að fella mál sem gerðist á Blönduósi í ágúst sl. niður á grundvelli neyðarvarnar. Umfjöllun Sigurðar sneri almennt að því hvernig neyðarvörn er skilgreind í lögum.

Sigurður fjallaði um það að neyðarvörn sé frávik frá þeirri grundvallarreglu að hið opinbera hefur einkarétt á valdbeitingu í samfélaginu, ekki borgararnir – og því hafa dómarar ekki oft fallist á neyðarvörn í dómum sínum. Að sögn Sigurðar er neyðarvörn í grunninn lögmæt réttarvörsluathöfn einstaklings, þ.e. undantekningarregla sem gerir einstaklingi heimilt að verja sjálfan sig eða aðra með valdbeitingu, og að með neyðarvörn felist í raun heimild til að beita rétti gegn órétti. Jafnframt fjallar Sigurður um þau varnaðaráhrif sem lagaákvæði um neyðarvörn geta haft.

Í viðtalinu fjallar Sigurður líka um neyðarrétt og um muninn á neyðarrétti og neyðarvörn og fjallaði um nokkur áhugaverð dómsmál sem snúa að neyðarrétti hér á landi.