Fréttir / News

Komið í veg fyrir brottvísun

  |   Fréttir af stofunni

Í gærkvöldi voru fluttar fréttir af því að brottvísun 17 ára íransks transdrengs sem til stóð að yrði framkvæmd í dag, hefði verið frestað. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var tekið viðtal við Claudie Ashonie Wilson um stöðuna, en hún tók nýlega  við réttindagæslu sem lögmaður drengsins og fjölskyldu hans.

Málið hefur farið hátt, einkum í sambandi við umræðuna um stefnu íslenskra stjórnvalda í málum barna á flótta og stöðu hinsegin flóttamanna hérlendis og hafa Vísir, Mbl, Fréttablaðið og DV t.d. fjallað um málið.

Claudie hefur náð góðum árangri í störfum sínum fyrir hælisleitendur undanfarin ár og má þar t.d. nefna mál afganskra feðgina sem fjallað hefur verið um á heimasíðu Réttar. Á Rétti starfa sérfræðingar í málum innflytjenda og má í þessu samhengi einnig nefna að í október síðastliðnum gáfu lögmenn stofunnar út skýrslu um jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði.