Fréttir / News

Oddur Ástráðsson nýr eigandi á Rétti

  |   Fréttir af stofunni

Oddur Ástráðsson hefur bæst í hóp eigenda á Rétti – Aðalsteinsson & Partners. Oddur útskrifaðist sem Mag. Jur. frá Háskóla Íslands árið 2015 og með LL.M-gráðu í alþjóðlegum og evrópskum skattarétti frá Háskólanum í Uppsölum árið 2017. Hann hefur þegar hafið störf.  

Oddur starfaði áður hjá LOGOS og var eigandi hjá LMG lögmönnum auk þess sem hann vann með námi á skrifstofu Umboðsmanns Alþingis. Helstu starfssvið Odds eru skattaréttur og vinnuréttur auk almennrar lögfræðiráðgjafar og málflutnings.

Sigurður Örn Hilmarsson, eigandi á Rétti:

„Við bjóðum Odd hjartanlega velkominn í eigendahóp Réttar og hlökkum mikið til þess að vinna með honum. Oddur býr yfir umtalsverðri starfsreynslu og sérþekkingu sem mun nýtast viðskiptamönnum stofunnar, sérstaklega stéttarfélögum, atvinnurekendum og launafólki þegar viðkemur á ört stækkandi sviði vinnuréttar.”

Réttur fagnar komu Odds, enda mun sérfræðiþekking hans nýtast einstaklega vel innan Réttar.