Author: Rettur

Þungamiðja dóma Hæstaréttar um stóru afrétti Íslands á sér hvorki sögulega né lagalega stoð samkvæmt nýrri rannsókn

  |   Fréttir af stofunni

Á dögunum birtist grein eftir Ragnar Aðalsteinsson hrl. í Árbók lagadeildar Háskólans á Akureyri. Greinin ber heitið „Eign og afréttur“ og er fyrsta rannsóknargrein síðari ára sem fjallar um eignarhald á afréttum. Eins og margir vita eru afréttir þau landsvæði sem bændur reka búfé sitt á...

Read More

Nýr og áhugaverður dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um málefni hælisleitenda

  |   Fréttir af stofunni

Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær, 4. nóvember 2014, að Sviss hefði gerst brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.  Brotið fólst í ákvörðun svissneskra yfirvalda um að senda fjölskyldu afganskra hælisleitenda til Ítalíu, án þess að kanna nægilega þær aðstæður sem fólksins beið þar. Ákvörðun svissneskra...

Read More

Ragnar telur skýrslu lögreglu um mótmæli vera löglaust plagg

  |   Fréttir af stofunni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 29. október 2014 birtist viðtal við Ragnar Aðalsteinsson hjá Rétti lögmannsstofu um meðferð lögreglu á viðkvæmum persónuupplýsingum sem birtust í samantekt um mótmæli á Íslandi. Umrædd skýrsla hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum undanfarið, ekki síst af þeirri ástæðu að...

Read More

Áhugaverð og opin ráðstefna um mannréttindi

  |   Fréttir af stofunni

Þann 24. október næstkomandi stendur Mannréttindastofnun Háskóla Íslands fyrir áhugaverðri ráðstefnu í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá lögfestingu Mannréttindasáttmála Evrópu. Margir af fremstu fræðimönnum þjóðarinnar á sviði mannréttinda munu halda erindi að þessu tilefni, m.a. hæstaréttarlögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson, stofnandi og einn eiganda Réttar...

Read More

Viðtal við Claudiu Wilson lögfræðing hjá Rétti

  |   Fréttir af stofunni

Claudia Ashonie Wilson, lögfræðingur hjá Rétti, er fyrsti nemandi af erlendu bergi brotinn sem lýkur fullnaðarnámi í lögfræði með meistarapróf frá Háskólanum í Reykjavík. Viðtal við Claudiu birtist í Kastljósi 30. september síðastliðinn. Viðtalið vakti talsverða athygli og hefur Claudia fengið mjög jávæð viðbrögð við því,...

Read More

Ríkissaksóknari lýsir sig vanhæfa í Guðmundar- og Geirfinnsmálum

  |   Fréttir af stofunni

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður fer með beiðni Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar um endurupptöku hæstaréttarmáls nr. 214/1978. Um er að ræða refsimál sem í daglegu tali eru nefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Nú hefur sú staða komið upp að Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, telur sig vanhæfa til að...

Read More