Author: rettur

Jóna Þórey tekur sæti í ráðgefandi stjórn SOHRI

  |   Fréttir af stofunni

Jóna Þórey Pétursdóttir, fulltrúi á Rétti og mannréttindalögfræðingur, hefur þegið sæti í ráðgefandi stjórn (Board of Advisors) samtakanna Swedish Observatory for Human Rights Information. Ráðgefandi stjórn samtakanna samanstendur af alþjóðlegum sérfræðingum í mannréttindum, lögfræði og félagslegu réttlæti. Ráðið starfar samhliða stjórn samtakanna (Board of Directors) og...

Read More

Katrín Oddsdóttir, lögmaður á Rétti, gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda vegna hvalveiða

  |   Fréttir af stofunni

Katrín Oddsdóttir, lögmaður og ráðgjafi á Rétti, sat fyrir svörum í kvöldfréttum í gær, f.h. Náttúruverndarsamtaka Íslands, vegna kolsvartrar skýrslu MAST um hvalveiðar á Íslandi. Katrín var ómyrk í máli um veikan grundvöll gildandi starfsleyfis sem heimilar hvalveiðar í ljósi sláandi samantektar um meðferð dýranna...

Read More

Erindi Jónu á málþingi um alþjóðlegan rétt til heilnæms umhverfis

  |   Fréttir af stofunni

Jóna Þórey Pétursdóttir, fulltrúi hjá Rétti og mannréttindalögfræðingur, hélt erindi um réttinn til hreins, heilbrigðs og sjálfbærs umhverfis sem var til umfjöllunnar á málþingi í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. Að viðburðinum stóðu Center for International Environmental Law, Háskólinn í Reykjavík, Mannréttindastofnun Íslands og...

Read More

Viðurkenningar frá Legal500 og World Bank Group

  |   Fréttir af stofunni

Réttur og lögmenn stofunnar halda áfram að fá viðurkenningar frá erlendum matsfyrirtækjum en í nýjasta mati Legal500 sem birt var í síðustu viku hlaut Réttur áframhaldandi viðurkenningu sem framúrskarandi lögmannsstofa á sviði úrlausnar ágreiningsefna eða Dispute Resolution. Auk þess hlaut Réttur áframhaldandi viðurkenningar á sviði...

Read More

Erindi Jónu Þóreyjar um jafnrétti, mannréttindi og loftslagsvá á Opnu kvennaþingi

  |   Fréttir af stofunni

Um helgina fór fram Opið Kvennaþing á Hilton Reykjavík Nordica þar sem Jóna Þórey Pétursdóttir, fulltrúi á Rétti og mannréttindalögfræðingur, hélt erindi fyrir fullum sal um jafnrétti, mannréttindi og loftslagsvána. Tilefni þingsins var að 40 ár eru liðin frá stofnun Kvennalistans og var því efnt til...

Read More

Umfjöllun um lögmenn Réttar hjá Chambers 2023

  |   Fréttir af stofunni

Réttur hefur hlotið viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki við úrlausn ágreiningsmála (e. Dispute Resolution) í nýjustu útgáfum fagtímarits matsfyrirtækisins Chambers and Partners, Chambers Europe 2023 og Chambers Global 2023. Um stofuna segirmeðal annars: „Réttur - Aðalsteinsson & Partners has a well-regarded dispute resolution team handling a diverse...

Read More

Katrín Oddsdóttir snýr aftur á Rétt

  |   Fréttir af stofunni

Katrín Oddsdóttir, héraðsdómslögmaður, hefur snúið aftur á Rétt í nýju hlutverki sem ráðgjafi. Katrín hefur sankað að sér viðamikilli reynslu frá því hún starfaði síðast á Rétti, en hún hefur m.a. stundað umfangsmikil félagsstörf og sinnt doktorsnámi við Háskóla Íslands í verkefninu lýðræðisleg stjórnarskrárgerð frá...

Read More

Viðtal við Sigurð Örn í Morgunútvarpinu um neyðarvörn

  |   Fréttir af stofunni

Sigurður Örn Hilmarsson, einn af eigendum Réttar og formaður Lögmannafélagsins, ræddi um neyðarvörn og neyðarrétt við Ingvar Björnsson og Snærósu Sindradóttur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Viðtalið má finna hér. Tilefni viðtalsins voru fréttir gærdagsins um það að Héraðssaksóknari hafi ákveðið að fella mál sem gerðist...

Read More

Sigurður Örn í viðtali hjá RÚV vegna frumvarps um forvirkar rannsóknarheimildir

  |   Fréttir af stofunni

Sigurður Örn, eigandi Réttar og formaður Lögmannafélags Íslands, var í viðtali við RÚV vegna athugasemda félagsins við frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögreglulögum sem veita auknar heimildir til eftirlits. Nýjar heimildir veita lögreglu heimild til að fylgjast með fólki án þess að það liggi undir...

Read More