Fréttir af stofunni

Sigrar fyrir Erlu og Guðjón

  |   Fréttir af stofunni

Í dag komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að ákvörðun endurupptökunefndar um að hafna beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á þætti hennar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svokallaða skyldi ógilt. Erla var eini sakborningurinn af sex í málinu sem fékk ekki endurupptöku árið 2017, en hinir...

Read More

Lögmenn Réttar fyrir MDE

  |   Fréttir af stofunni

Í vikunni var greint frá því að Sigurði Erni Hilmarssyni, lögmanni og einum af eigendum Réttar, hafi verið falið að kæra staðfestingu Alþingis á kjörbréfum alþingismanna til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg. Sigurður mun kæra málið fyrir tvo frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi, sem báðir höfðu kært framkvæmd...

Read More

Sigríður Rut skipuð héraðsdómari

  |   Fréttir af stofunni

Nýlega var frá því greint að Sigríður Rut Júlíusdóttir, stofnandi Réttar ásamt Ragnari Aðalsteinssyni og eigandi að stofunni til síðustu 19 ára hefði verið metin hæfust umsækjenda í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, og hefði verið skipuð sem dómari í kjölfarið. Stjórnarráðið og Vísir hafa m.a. fjallað um...

Read More

Ráðgjöf veitt vegna fjármögnunar fjártæknisprota

  |   Fréttir af stofunni

Nýlega fjallaði Viðskiptablaðið um að íslenski fjártæknisprotinn Monerium ehf. hefði lokið fjögurra milljóna dala fjármögnun sem jafngildir um 520 milljónum króna. Réttur sinnti lögfræðilegri ráðgjöf fyrir Monerium ehf. í fjármögnunarferlinu, svo sem vegna hlutafjárhækkunar félagsins sem var framkvæmd í tengslum við fjármögnunina og sá um gerð ýmissa skjala...

Read More

Sigurður Örn kjörinn formaður Lögmannafélagsins

  |   Fréttir af stofunni

Á síðasta félagsfundi Lögmannafélags Íslands, 28. maí 2021 var Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og einn af eigendum Réttar, einróma kjörinn formaður félagsins. Sigurður hefur setið í stjórn Lögmannafélagsins frá árinu 2019, fyrst sem ritari og svo sem varaformaður undanfarið ár. Aðrir stjórnarmenn félagsins eru Eva Bryndís...

Read More

Fjórir lögmenn Réttar í nýjasta Úlfljóti

  |   Fréttir af stofunni

Í nýútkomnu 4. tbl. 2020 árgangs Úlfljóts, tímarits laganema má finna þá ánægjulegu staðreynd að fjórir lögmenn stofunnar eiga birt efni og eru þannig í meirihluta höfunda greina ritsins. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Sigrún Ingibjörg Gísladóttur skrifuðu grein um mál Freyju Haraldsdóttur, rannsóknarregluna, foreldrahlutverkið og fatlað...

Read More

Lögfræðilegri ráðgjöf vegna kaupa á LS Retail lokið

  |   Fréttir af stofunni

Nýverið var um það fjallað að kaupum á Aptos, í eigu Goldman Sachs, á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail ehf. væri lokið. Lögmenn Réttar voru lögfræðilegir ráðgjafar LS Retail ehf. í söluferlinu, ásamt alþjóðlegu lögmannsstofunni White & Case LLP, Barclays Investment Bank og KPMG. Meðal verkefna lögmanna Réttar í ferlinu var ýmis konar lögfræðileg ráðgjöf á sviði...

Read More

Umfjöllun um lögmenn Réttar hjá Chambers

  |   Fréttir af stofunni

Í nýjustu útgáfu árlega fagtímarits matfyrirtækisins Chambers and Partners má finna umfjöllun um Rétt – Aðalsteinsson & Partners og tvo af lögmönnum stofunnar. Fagtímaritið hefur mælt með Rétti um árabil og er í nýjustu umsögninni sérstaklega vísað til þess að stofan hafi gott orðspor á sviði málflutnings og úrlausnar ágreiningsmála,...

Read More

Níu kærur til MDE

  |   Fréttir af stofunni

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í gær var fjallað um það í öllum helstu fjölmiðlum landsins að níu konur hafi kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu, fyrir brot gegn réttlátri málsmeðferð í ofbeldismálum. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, einn af eigendum Réttar, er lögmaður kvennanna níu. Í umfjöllun kvöldfrétta...

Read More