Fréttir af stofunni

Frumkvæðisathugun á vistun einstaklinga í sjálfsvígshættu í fangageymslum

  |   Fréttir af stofunni

Umboðsmaður Alþingis hefur lokið frumkvæðisathugun sinni á vistun einstaklinga í sjálfsvígshættu í fangageymslum með bréfi, dags. 6. mars. 2019. Líkt og fram kemur á heimasíðu umboðsmanns hafði embættinu undanfarin sex ár borist kvartanir og ábendingar um atvik þar sem fangar í sjálfsvígshættu voru látnir dvelja klæðalitlir eða...

Read More

Efling í samstarf við Rétt

  |   Fréttir af stofunni

Á heimasíðu Eflingar, sem og í fjölmiðlunum Mbl, RÚV og Vísi, hefur verið greint frá því í dag að fulltrúar Eflingar hafi falið Ragnari Aðalsteinssyni og öðrum lögmönnum Réttar að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfmannaleigunni Menn í vinnu. Mál verkamannanna var til umfjöllunar í kvöldfréttum...

Read More

Þrjú mál í fréttum

  |   Fréttir af stofunni

Fjallað var um þrjú mál lögmanna Réttar í fréttum í gær. Eftir umfjöllun Kveiks í síðustu viku hafa málefni bílaleigunnar Procar verið til mikillar umfjöllunar. Í frétt Ríkisútvarpsins í gær var rætt við Pál Bergþórsson um þá stöðu að margir aðilar vilja leita réttar síns vegna...

Read More

Ragnar Aðalsteinsson hlaut fálkaorðuna

  |   Fréttir af stofunni

Í gær, 1. janúar 2019, var Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum. Var Ragnar í 14 manna hópi og fékk viðurkenninguna fyrir fram­lag sitt til mann­rétt­inda­mála og rétt­inda­bar­áttu. Við samstarfsfólk Ragnars á Rétti óskum honum innilega til hamingju með heiðurinn og teljum hann...

Read More

Lögmenn Réttar í Klaustursmáli

  |   Fréttir af stofunni

Tveir af lögmönnum Réttar, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Ragnar Aðalsteinsson, eigandi, hafa undanfarna daga verið talsvert í fréttum vegna aðkomu þeirra að Klaustursmálinu svokallaða sem hefur vakið verðskuldaða athygli hérlendis og erlendis. Lögmennirnir voru fyrst í viðtali hjá Ríkisútvarpinu vegna vitnamálsins sem fjórir þingmenn Miðflokksins höfðuðu...

Read More

Lögmenn Réttar fjalla um flugvélarmál

  |   Fréttir af stofunni

Tveir lögmenn Réttar, þau Páll Bergþórsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir voru í viðtali  í gær vegna frávísunarmálflutnings í máli tveggja kvenna sem hafa verið ákærðar fyrir mótmæli gegn brottvísun hælisleitanda um borð í flugvél Icelandair árið 2016. Ítarlega hefur verið fjallað um málið í öllum helstu fjölmiðlum landsins,...

Read More

Héraðsdómur dæmdi blaðamanni og fjölmiðli í vil

  |   Fréttir af stofunni

Í síðustu viku komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að Útgáfufélagið Stundin og fyrrverandi blaðamaður Stundarinnar, Hjálmar Friðriksson, skyldu sýknuð af kröfu nafngreinds læknis í meiðyrðamáli. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, einn af lögmönnum Réttar, flutti málið fyrir hönd stefndu. Greint var frá þessu á bls. 2 í...

Read More

Réttur og UN Global Compact

  |   Fréttir af stofunni

Nýverið birti heimasíða Global Compact verkefnis Sameinuðu þjóðanna ársskýrslu um þátttöku Réttar, sjá hér. Verkefnið Global Compact var stofnað árið 2000 og er alþjóðleg yfirlýsing sem fyrirtæki og stofnanir geta haft að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta. Með þátttöku skuldbinda fyrirtæki sig til þess að vinna að...

Read More

Fjórir lögmenn Réttar í fréttum

  |   Fréttir af stofunni

Undanfarna viku hafa ýmsir lögmenn Réttar verið til umfjöllunar vegna áberandi mála. Á fimmtudag fjallaði Ragnar Aðalsteinsson um sýknudóm Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Í viðtali við Ríkisútvarpið  sagði Ragnar m.a.: „dómurinn lagði ekki í það að gera hinar nauðsynlegu athugasemdir við meðferð þessa máls allt...

Read More