Fréttir af stofunni

Ragnar í viðtali hjá Stundinni

  |   Fréttir af stofunni

Fyrr í þessum mánuði birtist ítarlegt viðtal í Stundinni  við Ragnar Aðalsteinsson, einn af eigendum Réttar, um ýmislegt tengt störfum hans. Meðal annars fjallaði Ragnar um aðkomu sína að sjóréttarmálum, verjendastörfum, dómsmálum um efnahagsleg og félagsleg mannréttindi, en um síðastnefndu málin sagði Ragnar: „Eftirminnilegustu málin á ferlinum, eða...

Read More

Styrkur úr þróunarsjóði innflytjendamála

  |   Fréttir af stofunni

Réttur - Aðalsteinsson & Partners hlaut styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála þann 6. júní síðastliðinn. 72 umsóknir bárust sjóðnum þetta árið og voru 23 verkefni samþykkt. Umsókn Réttar snýr að gerð rannsóknar um jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði og möguleika innflytjenda til atvinnu innan stjórnsýslunnar. Markmið rannsóknarinnar verður...

Read More

Sigurður Örn ritari stjórnar LMFÍ

  |   Fréttir af stofunni

Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti og einn af eigendum Réttar var kjörinn varamaður í stjórn Lögmannafélags Íslands á aðalfundi þess þann 25. maí síðastliðinn. Sigurður mun gegna hlutverki ritara stjórnar LMFÍ og hefur tekið fast sæti Ástráðs Haraldssonar í aðalstjórn, en hann var skipaður héraðsdómari fyrr...

Read More

Sex lögmenn Réttar í Legal 500

  |   Fréttir af stofunni

Sex lögmenn Réttar hafa verið valdir sem leiðandi lögmenn á Íslandi í nýjustu útgáfu árlegs fagtímarits hins virta matsfyrirtækis Legal 500. Mælt hefur verið með Rétti - Aðalsteinsson & Partners í Legal 500 um árabil en aldrei hafa áður verið jafn margir lögmenn stofunnar fengið viðurkenningu. Ragnar Aðalsteinsson, Sigurður...

Read More

Feðgin fengu alþjóðavernd

  |   Fréttir af stofunni

Abrahim og Haniye Maleki, afgönsku feðginin sem vöktu mikla athygli þegar brottvísa átti þeim frá Íslandi síðasta haust, hafa fengið alþjóðavernd hér á landi. Mbl, Fréttablaðið og RÚV hafa greint frá niðurstöðunni en Claudie Ashonie Wilson, sérfræðingur Réttar í útlendingamálum var lögmaður feðginanna. Þegar Claudie tók við málinu...

Read More

Sigur í 6,5 milljarða riftunarmáli

  |   Fréttir af stofunni

Fimmtudaginn 15. mars 2018 sýknaði Hæstiréttur Íslands umbjóðanda Réttar, Raiffeisen Bank International AG (RBI), af kröfu Kaupþings um riftun á lánagreiðslu og greiðslu 25 milljóna evra auk dráttarvaxta, en heildarfjárhæð krafna Kaupþings jafngilti 6,5 milljörðum króna við dómsuppsögu. Viðskiptablaðið hefur þegar fjallað um málið. Ágreiningur málsins stóð um heimildir...

Read More

Jafnréttisþing og bráðadagur

  |   Fréttir af stofunni

Dagana 7.-8. mars 2018 stendur yfir jafnréttisþing á vegum félags- og jafnréttismálaráðherra og Jafnréttisráðs. Tveir lögmenn Réttar, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir héldu erindi á þinginu í gær. Erindi Auðar kallaðist „Misjöfn úrræði gegn mismunun – Ár í starfi lögmanns“ og í því fjallaði hún um tíu dæmi um...

Read More