Fréttir af stofunni

Skýrsla um jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði

  |   Fréttir af stofunni

Sumarið 2018 var greint frá því á heimasíðu Réttar að stofan hefði fengið styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála til að gera skýrslu um jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði og möguleika innflytjenda til atvinnu innan stjórnsýslunnar. Skýrslan hefur nú verið gefin út og er aðgengileg hér: Jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði. Kynningarfundur...

Read More

Kærur til MDE

  |   Fréttir af stofunni

Í fyrradag fjallaði Ríkisútvarpið um þá staðreynd að samtökin Stígamót hafa óskað eftir aðstoð Réttar við að kæra niðurfelld ofbeldis- og nauðgunarmál fyrir þolendur til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nokkur fjöldi kvenna hefur þegar samþykkt að láta reyna á niðurfellingu mála sinna með kerfisbundnu átaki og mun Sigrún Ingibjörg Gísladóttir,...

Read More

Lögmenn Réttar í fasteignakaupamáli

  |   Fréttir af stofunni

Undanfarna daga hefur í fjölmiðlum mikið verið fjallað um óvæntar kröfur Félags eldri borgara um að kaupendur íbúða félagsins að Árskógum 1-3 í Mjódd greiði viðbótargreiðslur svo að félagið afhendi þeim íbúðirnar. Meðal kaupenda sem eru ósáttir við kröfur félagasamtakanna eru umbjóðendur Réttar, sem hafa lagt fram...

Read More

Miskabætur vegna mistaka á spítala

  |   Fréttir af stofunni

Þann 17. apríl 2019 var í Héraðsdómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í máli þriggja systkina gegn íslenska ríkinu. Systkinin kröfðust þess að ríkið skyldi greiða þeim miskabætur vegna saknæmrar háttsemi heilbrigðisstarfsmanna á Landspítala, sem hefði leitt til andláts föður þeirra nokkrum árum fyrr. Fjallað er...

Read More

Tvöföld staðfesting í félagaréttarmáli

  |   Fréttir af stofunni

Hæstiréttur Íslands staðfesti í vikunni dóm Landsréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að riftun hluthafasamkomulags í stóru innlendu félagi hafi verið heimil. Morgunblaðið og Viðskiptablaðið greina frá þessu. Í málinu reyndi einkum á hvort skilyrði kröfuréttar um verulega vanefnd, forsendubrest og ógildanleika væru uppfyllt vegna...

Read More

Persónuvernd féllst á röksemdir Báru

  |   Fréttir af stofunni

Persónuvernd hefur birt úrskurð í máli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Bergþórs Ólasonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar gegn Báru Halldórsdóttur. Niðurstaða Persónuverndar er sú að þrátt fyrir að upptaka Báru á veitingastaðnum Klaustri þann 20. nóvember 2019 sé talin varða við persónuverndarlög er fallist á skýringar hennar um...

Read More

Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu

  |   Fréttir af stofunni

Hæstiréttur Íslands kvað upp þann dóm í morgun að Útgáfufélagið Stundin og Reykjavík Media skyldu sýknuð af kröfum Glitnis HoldCo í títtræddu lögbannsmáli. Var niðurstaða bæði Landsréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur þannig staðfest, en áður hefur verið fjallað um fyrri dómana og málflutning í málinu á heimasíðu...

Read More

Frumkvæðisathugun á vistun einstaklinga í sjálfsvígshættu í fangageymslum

  |   Fréttir af stofunni

Umboðsmaður Alþingis hefur lokið frumkvæðisathugun sinni á vistun einstaklinga í sjálfsvígshættu í fangageymslum með bréfi, dags. 6. mars. 2019. Líkt og fram kemur á heimasíðu umboðsmanns hafði embættinu undanfarin sex ár borist kvartanir og ábendingar um atvik þar sem fangar í sjálfsvígshættu voru látnir dvelja klæðalitlir eða...

Read More

Efling í samstarf við Rétt

  |   Fréttir af stofunni

Á heimasíðu Eflingar, sem og í fjölmiðlunum Mbl, RÚV og Vísi, hefur verið greint frá því í dag að fulltrúar Eflingar hafi falið Ragnari Aðalsteinssyni og öðrum lögmönnum Réttar að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfmannaleigunni Menn í vinnu. Mál verkamannanna var til umfjöllunar í kvöldfréttum...

Read More