Fréttir af stofunni

Ragnar Aðalsteinsson fjallar um sýknukröfu í Guðmundar- og Geirfinnsmáli

  |   Fréttir af stofunni

Í gær greindi Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, frá því að farið sé fram á að allir sakborningarnar fimm í málinu verði sýknaðir við endurtekna meðferð þess fyrir Hæstarétti. Ragnar Aðalsteinsson, einn ef eigendum Réttar, er verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar í málinu...

Read More

Lögmenn Réttar í kennslu

  |   Fréttir af stofunni

Ýmsir lögmenn Réttar hafa látið að sér kveða í kennslu á skólaárinu 2017-2018. Á vorönn 2018 eru tveir lögmenn stofunnar umsjóðarkennarar í háskólanámskeiðum á meistarastigi. Sigríður Rut Júlíusdóttir kennir nýtt námskeið við Háskólann í Reykjavík, sem kallast Entertainment Law. Þá kennir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir námskeiðið EU-EEA...

Read More

Ferðaáhugi lögmanns vekur athygli

  |   Fréttir af stofunni

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er að finna viðtal við Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, einn af eigendum Réttar, um starfsferil hennar og áhugamál. Lesa má hluta úr viðtalinu á heimasíðu Viðskiptablaðsins, sjá hér. Um starf sitt á Rétti segir Sigrún: „Vinna mín hér hefur aðallega verið tvíþætt, það er annars...

Read More

Héraðsdómur dæmdi Stundinni og Reykjavík Media í vil

  |   Fréttir af stofunni

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í hádeginu í dag í umtöluðu lögbannsmáli Glitnis HoldCo, Stundarinnar og Reykjavík Media. Niðurstaða dómsins var að hafna kröfu Glitnis um staðfestingu lögbannsins sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti á fréttaflutning fjölmiðlanna í október 2017. Við aðalmeðferð málsins í janúar var m.a. tekist...

Read More
Ljósmyndari: Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir

Sigur rithöfundar í meiðyrðamáli

  |   Fréttir af stofunni

Héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri Auði Jónsdóttur, rithöfund, í meiðyrðamáli sem eigandi hestaleigu í Mosfellsdal höfðaði gegn henni. Ragnar Aðalsteinsson og Sigríður Rut Júlísdóttir, eigendur á Rétti, unnu saman að málinu fyrir Auði og nutu aðstoðar Jórunnar Pálu Jónasdóttur lögfræðings. Ýmsar fréttir hafa...

Read More

Ragnar Aðalsteinsson fjallar um stjórnskipulega vernd lýðræðis

  |   Fréttir af stofunni

Í dag birti vefmiðillinn Kjarninn grein eftir Ragnar Aðalsteinsson, lögmann og einn af eigendum Réttar, sem ber heitið „Lýðræðið á hrakhólum“. Í greininni fjallar Ragnar um þrígreiningu ríkisvaldsins, afskipti valdhafa af dómstólum í öðrum Evrópuríkjum, Landsréttarmálið, nauðsyn nýrrar stjórnarskrár og tregðu stjórnmálaflokkanna á Alþingi við...

Read More

Sigrún Ingibjörg nýr eigandi á Rétti

  |   Fréttir af stofunni

Sigrún Ingibjörg Gísladóttir hefur bæst í hóp eigenda hér á Rétti – Aðalsteinsson & Partners. Fjallað er um málið í fréttum Vísis, Viðskiptablaðsins og á Mbl.is í dag. Helstu sérsvið Sigrúnar eru alþjóðlegur fyrirtækjaréttur, Evrópuréttur, skaðabótaréttur, persónuvernd og fjölmiðlaréttur. Sjá má nánari upplýsingar um náms- og starfsferil Sigrúnar hér. Aðspurð um málið sagði Sigrún: „Ég hlakka...

Read More