Fréttir af stofunni

Viðtal við Sigurð Örn um einangrunarvist á Íslandi

  |   Fréttir af stofunni

Þann 1. febrúar sl. ræddi Sigurður Örn Hilmarsson, eigandi á Rétti og formaður Lögmannafélags Íslands, við fréttaskýringarþáttinn Spegilinn um beitingu einangrunarvistar á Íslandi. Í viðtalinu er fjallað um nýja skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International þar sem fram kemur að einangrunarvist í fangelsum landsins sé beitt úr...

Read More

Erindi Védísar Evu á málþingi LSÓ um ábyrgð og viðhald opinberra listaverka

  |   Fréttir af stofunni

Þann 19. nóvember sl. hélt Védís Eva, lögmaður og eigandi á Rétti, erindi um höfundarrétt og sæmdarrétt samkvæmt höfundalögum, á málþingi Listasafns Sigurjóns Ólafssónar á Laugarnestanga. Í erindi sínu fjallaði Védís um rétt myndlistarmanna, á borð við Sigurjón, til höfundarheiðurs og að verk njóti áfram...

Read More

Grein Sigrúnar Ingibjargar um höfundalög og takmarkanir þeirra

  |   Fréttir af stofunni

Sigrún Ingibjörg, lögmaður og eigandi á Rétti, flutti erindi á málþingi Hagþenkis og Rithöfundasambands Íslands þann 5. október sl. sem haldið var fyrir fullum sal í Þjóðminjasafni Íslands. Bar erindið titillinn Þegar höfundalögum sleppir og fjallaði Sigrún um réttarsviðið höfundarrétt með almennum hætti, skýrði í...

Read More

Fræðigrein um réttindi verðandi foreldra á EES-svæðinu eftir lögmann Réttar í nýútgefnu Tímariti lögfræðinga

  |   Fréttir af stofunni

Í síðastliðinni viku birtist fræðigrein í nýútkomnu Tímariti lögfræðinga eftir Védísi Evu Guðmundsdóttur, lögmann og eiganda á Rétti. Greinin ber titillinn Takmarkanir íslenskra laga á frjálsri för verðandi foreldra á EES-svæðinu með tilliti til útreiknings fæðingarorlofsgreiðslna.  Í greininni er fjallað um mál sem hefur verið rekið fyrir...

Read More

Réttur fagnar stefnumarkandi dómi Hæstaréttar um neikvætt félagafrelsi

  |   Fréttir af stofunni

Í liðinni viku kvað Hæstiréttur Íslands upp stefnumarkandi dóm í máli Ingibjargar Pálsdóttur og Fossatúns ehf. gegn Veiðifélagi Grímsár og Tunguár, en Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og eigandi á Rétti, rak málið fyrir hönd áfrýjenda málsins. Málið var fordæmisgefandi um neikvætt félagafrelsi og takmarkanir á...

Read More

Viðtal við Sigurð Örn í Morgunútvarpinu vegna mögulegrar hryðjaverkaógnar

  |   Fréttir af stofunni

Sigurður Örn Hilmarsson, einn af eigendum Réttar og formaður Lögmannafélags Íslands, fjallaði um refsiramma hryðjuverka í Morgunútvarpinu á Rás 2 undir lok síðustu viku. Ingvar Björnsson og Snærós Sindradóttir tóku viðtalið við Sigurð vegna handtöku manna sem eru samkvæmt fréttaflutningi grunaðir um skipulagningu hryðjuverkárásar á...

Read More

Fulltrúar Réttar á Lagadeginum 2022

  |   Fréttir af stofunni

Föstudaginn 23. september sl. var Lagadagurinn haldinn hátíðlega á Hilton Nordica við góðar undirtektir meðlima fagstétta lögfræðinga, lögmanna og dómara. Gestir Lagadagsins gátu að venju sótt ýmis málþing þar sem fyrirlesarar og álitsgjafar fjölluðu um ólík málefni lögfræðinnar sem hafa verið í brennidepli undanfarin misseri. Þetta...

Read More

Védís Eva nýr eigandi á Rétti

  |   Fréttir af stofunni

Védís Eva Guðmundsdóttir hefur bæst í hóp eigenda hjá hjá lögmannsstofunni Rétti – Aðalsteinsson & Partners, en hún hefur yfirgripsmikla reynslu af mannréttindamálum og Evrópurétti og hefur starfað á stofunni frá árinu 2020. Áður starfaði Védís Eva hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel, við EFTA dómstólinn í...

Read More

Hver á að gæta varðanna? – Sigurður Örn í útvarpsviðtali um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu

  |   Fréttir af stofunni

Sigurður Örn Hilmarsson, einn af eigendum Réttar og formaður Lögmannafélags Íslands, var í viðtali hjá Morgunútvarpinu á Rás 2 í síðastliðinni viku og fjallaði um drög að frumvarpi um afbrotavarnir og rafræna vöktun lögreglu sem dómsmálaráðherra hefur kynnt til umsagnar. Hulda Geirsdóttir og Snærós Sindradóttir tóku...

Read More